Hljómsveitin FlashBack á Ránni

Ómar með Trúbb á Ránni
05/10/2014

Hljómsveitin FlashBack á Ránni

Hljómsveitin FlashBack verður á Ránni 4. október frá klukkan 23:30 – 03:15

FlashBack er hljómsveit sem leikur eingöngu lög frá miðri síðustu öld eins og t.d. lög Bítlanna, Stones, Kinks, Hljóma, Dáta ofl. Og eins og nafnið gefur til kynna stefnir FlashBack að því að flytja fólk aftur til fortíðar með því að fanga stemningu ballana í Glaumbæ, Silfurtunglinu, Tjarnabúð, Sigtúni, Klúbbnum, Röðli, Breiðfirðingabúð og Iðnó. FlashBack endurvekur upp gamla stuðið.

FlashBack eru;
Jón Ragnarsson (Pops, Sálin, Deildarbungubræður)
Kári Jónsson (Mods),
Svenni Larsson (Mods, Pops, Ævintýri, Trix),
Ágúst Ragnarsson (Bendix, Deildarbungubræður, Danssveitin, Friður, Sveitin milli sanda,Start, Dandsbandið),
Friðrik Heiðar Halldórsson (Gildran -66 hljómsveit-Stormsveitin) og
Steinar Viktorsson (Falcon, Bendix Eilífin,Hljómsveit Jakobs Jónssonar, Rósin).

Miðaverð 1500kr